Alisson Becker tók ekki þátt í leiknum þar sem hann hélt heim úr æfingaferðinni af persónulegum ástæðum. Giorgi Mamardashvili fékk því tækifæri í markinu. Conor Bradley byrjaði í hægri bakverði og Milos Kerkez í þeim vinstri og þá byrjaði Hugo Ekitike, sem keyptur var frá Eintracht Frankfurt, í fremstu víglínu og lék fyrri hálfleik.
Staðan var markalaus í hálfleik. Darwin Nunez, sem kom af bekknum í hálfleik, klúðraði dauðafæri áður en Asahi Uenaka kom Yokohama yfir á 55. mínútu.
Florian Wirtz skoraði sitt fyrsta mark í treyju Liverpool þegar hann jafnaði í 1-1 á 62. mínútu eftir undirbúning Curtis Jones og Mohamed Salah.
Fimm mínútum síðar tók Liverpool forystuna en hinn 18 ára gamli Trey Nyoni skoraði nýkominn inn sem varamaður, eftir fyrirgjöf frá öðrum varamanni, Jeremie Frimpong.
Það var annað ungstirni, hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha, sem innsiglaði sigur Liverpool með frábæru marki. Hann átti gríðarlega skemmtilega innkomu. Ngumho verður 17 ára eftir mánuð
Byrjunarlið Liverpool: Mamardashvili; Bradley, Van Dijk, Konate, Kerkez; Gravenberch, Szoboszlai; Salah, Wirtz, Gakpo; Ekitike.
(Varamenn: Woodman, Pecsi, Endo, Nunez, Mac Allister, Jones, Elliott, Tsimikas, Robertson, Frimpong, Ngumoha, Morton, Stephenson, Nyoni)
Mark Yokohama:
L'ouverture du score de Asahi Uenaka pour les Yokohama Motors face à Liverpool
— L'Équipe (@lequipe) July 30, 2025
Suivez le match en direct sur L’Équipe live foot : https://t.co/icnqogyDWR #lequipeFOOT pic.twitter.com/oI75Jlh6vQ
Wirtz jafnar í 1-1:
Le premier but de Florian Wirtz sous les couleurs des Reds ! Liverpool revient à la hauteur de Yokohama Motors
— L'Équipe (@lequipe) July 30, 2025
Suivez le match en direct sur L’Équipe live foot : https://t.co/icnqogyDWR #lequipeFOOT pic.twitter.com/2g98N7N7gv
Nyoni kemur Liverpool yfir:
Le but de Trey Nyoni pour permettre à Liverpool de passer devant face à Yokohama Motors
— L'Équipe (@lequipe) July 30, 2025
Suivez le match en direct sur L’Équipe live foot : https://t.co/icnqogyDWR #lequipeFOOT pic.twitter.com/HuilYpStSs
Ngumoha skorar frábært mark:
Le but pour le jeune Rio Ngumoha qui permet à Liverpool de creuser l'écart
— L'Équipe (@lequipe) July 30, 2025
Suivez le match en direct sur L’Équipe live foot : https://t.co/icnqogyDWR #lequipeFOOT pic.twitter.com/wp4zf2jNSG