Brentford býst við því að framherjinn Yoane Wissa muni snúa til baka til æfinga með hópnum á morgun.
Hins vegar, samkvæmt heimildum Sky Sports, er ekki búist við því að Wissa muni æfa með hópnum þó hann mæti á æfingasvæðið.
Hins vegar, samkvæmt heimildum Sky Sports, er ekki búist við því að Wissa muni æfa með hópnum þó hann mæti á æfingasvæðið.
Wissa er sagður reiður og vonsvikinn með það hvernig félagið hefur höndlað áhugann á honum.
Newcastle United hefur mikinn áhuga á að landa þessum 28 ára gamla sóknarmanni frá Brentford, en hefur komið að luktum dyrum til þessa. Öllum tilboðum hefur verið hafnað.
Hann vill fá tækifærið til að spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð, sem hann telur vera síðasta tækifæri sitt til að spila á stærsta sviðinu.
Wissa fór heim úr æfingaferð á dögunum en hópurinn kemur til baka á morgun. Brentford býst við honum á æfingu en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir