Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Sunderland: Sýnir aðdráttarafl félagsins
Regis le Bris, stjóri nýliða Sunderland.
Regis le Bris, stjóri nýliða Sunderland.
Mynd: Sunderland
Regis le Bris, stjóri nýliða Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, er kampakátur með að félagið hefur náð að krækja í svissneska miðjumanninn Granit Xhaka.

„Ef leikmaður af þessari stærðargráðu segir já við verkefninu þínu þá hefur það mikla þýðingu," segir Le Bris.

„Ég verð að hrósa fólkinu bak við tjöldin fyrir að ganga frá þessum kaupum. Þau vekja mikla athygli og við viljum láta taka eftir okkur."

„Fyrir leikmannahópinn er þetta mjög mikilvægt. Við byrjuðum styrkingar okkar á því að fá unga hæfileikaríka leikmenn og fórum svo inn í að fá meira jafnvægi með reynslu."

„Granit hefur afrekað mikið í þessari íþrótt og það er alveg ljóst hvað hann kemur með í hópinn. Hann er hágæða leikmaður, hann er leiðtogi, er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og landsliðsfótbolta. Koma hans gefur öllum meiri trú á verkefninu okkar."
Athugasemdir
banner