Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Horfir á Jóa Bjarna og sér vel að fótboltinn er í blóðinu
Jóhannes Kristinn er mættur til Kolding.
Jóhannes Kristinn er mættur til Kolding.
Mynd: Kolding
Það ríkir mikil ánægja hjá Kolding með það að félaginu hafi tekist að klófesta Jóhannes Kristinn Bjarnason frá KR.

Kolding borgaði tæpar 10 milljónir íslenskra króna til að krækja í Jóhannes.

„Það er skiljanlegt að Jóhannes sé með fótbolta í blóði sínu; ef þú horfir á hann, þá sérðu leikmann sem er með mikinn skilning á leiknum," sagði Niklas Nürnberg, yfirmaður fótboltamála hjá Kolding, um skiptin. Jóhannes kemur auðvitað úr mikilli fótboltafjölskyldu en hann er sonur Bjarna Guðjónssonar.

„Hvernig hann er með boltann og hvernig hann hreyfir sig með hann, það er ótrúlega mikið flæði í því og mikið innsæi. Hann er ótrúlega fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður og er með mikinn leikskilning sem getur nýst vel í því hvernig við spilum."

Kolding er með þrjú stig eftir tvær umferðir í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er leikmaður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner