Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik kaupir Sunnu Rún (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sunna Rún Sigurðardóttir er gengin í raðir Breiðabliks en hún er keypt til Íslandsmeistaranna frá uppeldisfélaginu sínu, ÍA.

Fótbolti.net fjallaði um áhuga stórliðanna, Vals og Breiðabliks, í síðustu viku og í dag tilkynnti ÍA um sölu á leikmnaninum.

Sunna Rún er fædd árið 2008, hún er unglingalandsliðskona sem spilar á miðjunni. Hún hefur skorað eitt mark í níu leikjum í Lengjudeidinni á þessu tímabili.

Úr tilkynningu ÍA
Knattspyrnufélag ÍA hefur náð samkomulagi við Breiðablik um sölu á Sunnu Rún Sigurðardóttur.

Sunna Rún er uppalin á Skaganum og hefur farið í gegnum alla yngri flokka ÍA. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið 85 leiki fyrir meistaraflokk félagsins – þann fyrsta árið 2022, aðeins 14 ára gömul. Það er einstakt afrek sem endurspeglar bæði hæfileika hennar og metnað.

Við þökkum Sunnu Rún kærlega fyrir hennar framlag til félagsins. Hún hefur verið frábær fulltrúi ÍA bæði innan vallar sem utan.

Gangi þér vel Sunna, við sjáumst aftur síðar


Athugasemdir
banner
banner