„Þetta leggst rosalega vel í mig, ótrúlega gott að geta spilað þennan leik á heimavelli; á Greifavellinum. Það er búin að vera rosalega sjálfoðaliðavinna í kringum þetta, búið að girða stúkuna og alveg endalaust af litlum hlutum sem þurftu að gagna upp svo við gætum spilað hérna. Endalausar þakkir til þeirra sem eiga það skilið," segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, við Fótbolta.net í dag.
Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. KA fékk undanþágu frá UEFA til að spila leikinn á Greifavellinum, sínum heimavelli. KA átti flottan leik í Danmörku og uppskar jöfnunarmark seint í leiknum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.
Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. KA fékk undanþágu frá UEFA til að spila leikinn á Greifavellinum, sínum heimavelli. KA átti flottan leik í Danmörku og uppskar jöfnunarmark seint í leiknum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.
„Leikurinn sjálfur er ógeðslega spennandi, við fórum til Danmerkur og sóttum mjög góð úrslit. Það var alltaf markmiðið að geta gefið þeim leik hérna á heimavelli, ég er rosa spenntur."
„Úlfársdárdalurinn (þar sem KA spilaði fyrstu tvo heimaleiki sína 2023 þegar liðið var í Evrópu) gaf okkur heilan helling, en þetta er auka, líka fyrir okkar fólk; að geta komið í bakgarðinn sinn og horft á leik í staðinn fyrir að flykkjast suður. Þetta þýðir ógeðslega mikið, við æfum hérna á hverjum einasta degi, þekkjum þennan völl inn og út, ég held að við græðum bara a því að hafa þennan leik hér."
„Að leiða liðið inn á okkar völl verður bara æðislegt, fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta, þetta er búinn að vera langþráður draumur og loksins erum við komnir heim; upp á Brekku. Þetta er vonandi fyrsti Evrópuleikurinn sem verður haldinn hér af mörgum í komandi framtíð," segir fyrirliðinn.
„Þetta verður æðislegt í alla staða, held það séu allir spenntir, maður þarf ekkert að halda einhverja pepp ræðu fyrir svona leik, þetta segir sig sjálft í raun."
Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta Norðanmenn annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi í næstu umferð. Jagiellonia leiðir það einvígi 2-1 eftir leikinn í Serbíu.
Viðtalið við Ívar má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir