Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. janúar 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Freyr lagði upp í tapi - Grenoble gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Mirko Kappes
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn er Oostende heimsótti stórlið Standard Liege í efstu deild belgíska boltans.

Staðan var markalaus í hálfleik en Brecht Capon kom gestunum yfir skömmu eftir leikhlé. Ari Freyr gaf þá lága sendingu þvert yfir vítateiginn og gerði Capon mjög vel að koma knettinum í netið.

Heimamenn náðu þó að snúa stöðunni sér í vil á lokakaflanum og vinna sinn annan leik í röð. Þetta var fjórða tap Oostende í röð og er liðið í næstneðsta sæti, með 18 stig eftir 23 umferðir.

Standard Liege 2 - 1 Oostende
0-1 Brecht Capon ('54)
1-1 M. Vojvoda ('80)
2-1 K. Laifis ('89)

Kristófer Ingi Kristinsson var þá ónotaður varamaður er Grenoble gerði markalaust jafntefli við Chambly í frönsku B-deildinni. Grenoble er um miðja deild, sex stigum frá umspilssvæðinu.

Þá vann Malmö æfingaleik gegn IFK Malmö og vann með sjö marka mun. IFK Malmö er elsta félagið í borginni en hefur ekki leikið í efstu deild síðan 1962. Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá Malmö.

Í kvennaboltanum voru einnig spilaðir æfingaleikir. Anna Björk Kristjánsdóttir komst ekki á blað er PSV lagði Hoffenheim að velli með fjórum mörkum gegn engu. Rachel Cuschieri, sóknarmaður frá Möltu, skoraði þrennu í sigrinum.

Sara Björk Guðmundsdóttir og stöllur í Wolfsburg gerðu þá jafntefli við FC Twente. Pernille Harder gerði eina mark Wolfsburg.

Grenoble 0 - 0 Chambly

IFK Malmö 0 - 7 Malmö FF

PSV 4 - 0 Hoffenheim
1-0 J. Smits ('5)
2-0 Rachel Cuschieri ('29)
3-0 Rachel Cuschieri ('46)
4-0 Rachel Cuschieri ('82)

Twente 1 - 1 Wolfsburg
0-1 Pernille Harder ('25)
1-1 F. Kalma ('78)
Athugasemdir
banner
banner