Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 24. janúar 2021 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Labbadia og Preetz reknir frá Hertha Berlin
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Búist var við stórum hlutum frá Hertha Berlin á tímabilinu eftir að félagið hafði styrkt leikmannahóp sinn til muna undanfarið ár og rúmlega það.

Raunin varð þó allt önnur og er félagið óvænt í fallbaráttu eftir hálft tímabil í þýsku deildinni. Í gær tapaði liðið 1-4 gegn Werder Bremen og er í dag búið að reka Bruno Labbadia, þjálfara, og Michael Preetz, yfirmann knattspyrnumála.

„Hertha skuldar Michael Preetz miklar þakkir þar sem hann hefur verið mikilvægur partur af félaginu í næstum 25 ár, fyrst sem leikmaður og núna í rúman áratug í stjórnunarstöðum. Á þessum tíma kom hann að því að gera Hertha að því félagi sem það er í dag, félagi sem er stabílt í efstu deild," sagði Werner Gegenbauer, forseti Hertha.

„Því miður þá verðum við að hugsa um framtíð félagsins og miðað við undanfarin misseri þá er þörf á breytingum. Við höfum ákveðið að taka aðra stefnu sem félag en viljum þakka Michael Preetz fyrir vel unnin störf yfir nokkra áratugi."

Arne Friedrich, fyrrum leikmaður Hertha og þýska landsliðsins, mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála út tímabilið.

Labbadia tók við Hertha í apríl en náði ekki viðunandi árangri. Liðið er aðeins með 17 stig eftir 18 umferðir.

Pal Dardai, sem stýrði Herthu frá 2015 til 2019, tekur við stjórnartaumunum út tímabilið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 32 26 6 0 82 23 +59 84
2 Bayern 32 22 3 7 90 41 +49 69
3 Stuttgart 32 21 4 7 73 39 +34 67
4 RB Leipzig 32 19 6 7 74 36 +38 63
5 Dortmund 32 17 9 6 64 40 +24 60
6 Eintracht Frankfurt 32 11 12 9 48 47 +1 45
7 Freiburg 32 11 8 13 43 55 -12 41
8 Hoffenheim 32 11 7 14 56 64 -8 40
9 Augsburg 32 10 9 13 49 57 -8 39
10 Heidenheim 32 9 11 12 45 53 -8 38
11 Werder 32 10 8 14 43 52 -9 38
12 Wolfsburg 32 10 7 15 40 51 -11 37
13 Gladbach 32 7 12 13 55 62 -7 33
14 Bochum 32 7 12 13 41 65 -24 33
15 Union Berlin 32 8 6 18 29 54 -25 30
16 Mainz 32 5 14 13 33 50 -17 29
17 Köln 32 4 12 16 24 54 -30 24
18 Darmstadt 32 3 8 21 30 76 -46 17
Athugasemdir
banner
banner
banner