Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hollendingar vilja ráða Guardiola til starfa
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Hollenska knattspyrnusambandið ætlar sér að ráða Pep Guardiola til starfa þegar samningur hans við Manchester City rennur út.

Guardiola spilaði undir stjórn hollensku goðsagnarinnar Johan Cruyff hjá Barcelona og lærði mikið af honum.

Guardiola hefur myndað hugmyndafræði sína út frá Total Football, hugmyndafræði um fallegan fótbolta sem Hollendingar unnu út frá upp úr 1970 með Cruyff fremstan í flokki.

Hollenska knattspyrnusambandið er með þann draum að ráða Guardiola sem landsliðsþjálfara og sjá lið sitt spila fallegan fótbolta á nýjan leik. Þetta kemur fram hjá Mirror í Bretlandi.

Hinn 51 árs gamli Guardiola er með samning við Manchester City til ársins 2023 og er alls ekki útilokað að hann taki við Hollandi eftir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner