Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 24. janúar 2022 13:15
Elvar Geir Magnússon
Neville segir Rangnick eiga skilið hrós - „Búinn að ná utan um vandamálin"
Gary Neville hrósar Ralf Rangnick og telur að hann sé búinn að ná utan um vandamálin innan leikmannahóps Manchester United. Enskir fjölmiðlar hafa talað um ólgu innan klefans hjá United en Neville segir að Rangnick sé búinn að vinna menn á sitt band.

Það eru tæpir tveir mánuðir síðan Rangnick tók við United til bráðabirgða út tímabilið. Hann stýrði liðinu til 3-1 sigurs gegn Brentford síðasta miðvikudag og til 1-0 sigurs gegn West Ham á laugardaginn.

United er komið í fjórða sætið og svo virðist sem Rangnick hafi komið liðinu „í gegnum mesta storminn".

Neville segir að Þjóðverjinn eigi hrós skilið fyrir það sem hann hefur gert við erfiðar aðstæður og liðið sé komið á betri veg.

„Þetta var virkilega góð vika. Erfiðir leikir, maður gerir kröfu á að United vinni en miðað við hvernig spilamennskan hefur verið þá er maður ekki viss lengur. Ég tel að Ralf Rangnick komi mjög sterkur út úr þessari viku," segir Neville.

„Ég tel að leikmenn standi með honum og ég held að hann finni fyrir því að vera með meiri stjórn en fyrir tveimur vikum."

Rangnick á að taka við ráðgjafahlutverki eftir tímabilið en hefur sjálfur ekki útilokað það að vera stjóri lengur.

Sjá einnig:
Þessir fjórir koma til greina sem næsti stjóri Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner