Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 12:52
Elvar Geir Magnússon
Sergio Ramos skoraði sitt fyrsta mark fyrir PSG
Sergio Ramos og Thilo  fagna.
Sergio Ramos og Thilo fagna.
Mynd: EPA
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos skoraði um helgina sitt fyrsta mark fyrir Paris St-Germain en liðið rúllaði yfir Reims 4-0. PSG er með níu stiga forystu í frönsku deildinni en Nice er í öðru sætinu.

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti skoraði einnig í leiknum en þetta var hans fyrstu deildarmark hans síðan 2017.

Þrátt fyrir að leikar hafi endað 4-0 þá braut PSG ekki ísinn fyrr en á 44. mínútu en fram að því hafði Reims spilað mjög vel. Í seinni hálfleik lék PSG af miklu öryggi og vann sannfærandi sigur.

Ramos gekk í raðir PSG frá Real Madrid í fyrra en þetta var aðeins fjórði leikur hans fyrir franska liðið. Hann hefur verið á meiðslalistanum.

Lionel Messi kom inn af bekknum í leiknum og átti stóran þátt í einu af mörkunum, sem var sjálfsmark hjá leikmanni Reims. Þá átti Kylian Mbappe stoðsendingu á Danilo sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.

PSG er ósigrað í þrettán síðustu leikjum í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner