Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnhildur Yrsa yfirgefur Orlando og flytur til Íslands (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride en eiginkona hennar, Erin McLeod fer einnig frá félaginu.


Gunnhildur hefur verið hjá Orlando Pride í tvö ár en hún lék 48 leiki með félaginu og skoraði fimm mörk.

Gunnhildur og Erin giftu sig í upphafi árs en þær ætla að flytja til Íslands.

Erin er 39 ára gamall markvörður en hún lék 8 leiki með Stjörnunni árið 2020. Gunnhildur lék með Val á láni á sama tíma en hún er uppalin í Stjörnunni.

„Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur í kveðjubréfi sem hún sendi stuðningsmönnum félagsins.


„Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“

„Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“


Athugasemdir
banner
banner
banner