þri 24. janúar 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýr Hazard mættur til Chelsea? - „Næsta stórstjarnan í úrvalsdeildinni"
Mykhaylo Mudryk
Mykhaylo Mudryk
Mynd: EPA
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Getty Images

Óskar Smári Haraldsson hrósaði Mykhaylo Mudryk fyrir frammistöðu sína í fyrsta leik sínum með Chelsea um helgina.


Óskar, sem er Liverpool stuðningsmaður, var gestur hjá Sæbirni Steinke í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn þar sem hann ræddi leik sinna manna gegn Chelsea á Anfield um helgina.

„Ég setti augun mín á hann þegar hann kom inn á, það er mikið búið að fjalla um hann. Þetta er gæi með 10 mörk úr úkraínsku deildinni, ekki eins og þetta sé einhver gaur sem var í Real og var að negla upp einhverri tölfræði í risa deild, hár verðmiði, þannig maður hugsaði hvernig hann kemur inn í fyrsta leik," sagði Óskar.

„Hann kemur inn á á móti Liverpool, erfiður fyrsti leikur. Mér fannst hann frábær, James Milner lenti strax í veseni. Hann var alltaf hættulegur, með góða fyrstu snertingu, var að koma sér í millisvæðin vel."

Eden Hazard var upp á sitt besta hjá Chelsea en Óskar telur að nýr Hazard sé mættur í Chelsea búninginn.

„Hans innkoma á móti innkomunni hjá Cody Gakpo hjá Liverpool, mér fannst ég strax sjá þarna; Vá, þarna er spilari, ég á ennþá eftir að sjá það hjá Cody," sagði Óskar.

„Ég fékk á tilfinninguna, eru þeir með nýjan Hazard í sínu liði? Því hann lítur virkilega vel út. Ég held að þetta sé næsta stórstjarna í ensku úrvalsdeildinni."


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner