Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og Newcastle: Ein breyting hjá Arteta - Karius í markinu
Mynd: Getty Images

Arsenal fær Newcastle í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal freistar þess að bæta upp fyrir tap gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni og halda sér í titilbaráttunni.


Mikel Arteta gerir eina breytingu frá tapinu gegn Porto. Jorginho kemur inn í liðið fyrir Leandro Trossard sem fær sér sæti á bekknum.

Newcastle gerði 2-2 jafntefli gegn Bournemouth um síðustu helgi. Eddie Howe gerir þrjár breytingar á liðinu. Markvörðurinn Martin Dubravka er veikur og Loris Karius kemur inn í hans stað en hann byrjaði síðast í deildinni árið 2018.

Tino Livramento og Alexander Isak koma einnig inn í liðið fyrir Dan Burn og Harvey Barnes sem setjast á bekkinn.

Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel Magalhães, Kiwior; Ødegaard, Rice, Jorginho; Saka, Havertz, Gabriel Martinelli.

Newcastle: Karius; Trippier, Schär, Botman, Livramento; Longstaff, Bruno Guimarães, Miley; Almirón, Isak, Gordon.


Athugasemdir
banner
banner
banner