Fylkir 0-1 ÍR
0-1 Bragi Karl Bjarkason ('20)
Rautt spjald: Matthias Præst Nielsen (Fylkir) ('64)
Fylkir og ÍR áttust við á Wurth vellinum í Árbænum í dag en leikurinn fór fram í A-deild Lengjubikarsins í riðli númer tvö.
Fyrir leikinn var Lengjudeildarliðið ÍR með fullt hús eftir tvo leiki en Fylkir var með þrjú stig á töflunni. Gestirnir héldu góðu gengi sínu áfram og unnu leikinn í dag og eru því með fullt hús stiga.
Leikurinn var nokkuð jafn í dag en Fylkir átti þó töluvert fleiri marktilraunir. Gestirnir komust yfir með marki á tuttugustu mínútu leiksins og var staðan 0-1 í leikhlénu. Það var Bragi Karl Bjarkason sem skoraði mark ÍR.
Fylkir fékk rautt spjald á 64. mínútu og þurfti liðið því að spila manni færri í tæpan hálftíma. Þeir appelsínugulu náðu ekki að jafna metin þrátt fyrir að sækja stíft að marki ÍR undir lok leiks.
ÍR er nú með jafnmörg stig og Valur á toppi riðilsins en ÍR á einn leik til góða á Val. ÍR og Valur mætast innbyrðis þann 1. mars. Fylkir hefur aftur á móti unnið einn leik og tapað þremur.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |