Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. mars 2020 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Frestað í Þýskalandi til 30. apríl
Mynd: Getty Images
Ekkert verður spilað í Þýskalandi til að minnsta kosti 30. apríl en þetta var ákveðið á fundi hjá stjórnarmönnum deildarinnar í dag.

Deildunum var upprunalega frestað til 2. apríl til að koma í veg fyrir útbreiðslu á kóróna veirunni en í dag var ákveðið að lengja til 30. apríl.

UEFA ákvað að fresta EM til 2021 og gefur það liðum í Evrópu meira rými til að klára þá leiki sem eftir eru í deildinni.

Þá fór UEFA einnig fram á að deildarkeppni í helstu deildum Evrópu yrði að ljúka fyrir 30, júní og er því möguleiki á því að spilað verði fyrir luktum dyrum í síðustu leikjum tímabilsins.

Bayern München er á toppnum með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner