Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   þri 24. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að kaupa Ighalo
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United ætlar að festa kaup á nígeríska framherjanum Odion Ighalo frá Shanghai Shenhua í Kína en þetta kemur fram í Daily Mail.

Ighalo er á láni hjá Man Utd frá Shenhua en hann hefur skorað 4 mörk í 8 leikjum.

Lánssamningur Ighalo rennur út í lok maí en það er ljóst að tímabilið á Englandi gæti verið spilað fram á haust miðað við útbreiðslu kórónaveirunnar.

Samkvæmt Daily Mail er Manchester United í viðræðum við Shenhua um kaup á Ighalo en hann mun kosta félagið 15 milljónir punda.

Enska félagið vonast til að ganga frá kaupunum sem fyst og mun þá biðja kínverska félagið um að framlengja lánið þar til glugginn opnar á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner