Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   mið 24. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Grannaslagur í Liverpool-borg
Fjórir leikir eru spilaðir í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikjunum var frestað í febrúar vegna þátttöku sumra liða í enska bikarnum.

Wolves tekur á móti Bournemouth klukkan 18:45. Bæði lið eru örugg með sæti sitt í deildinni. Tæknilega séð eiga bæði möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu, en það er sjöunda sætið sem mun gefa það þar sem Liverpool, sem vann deildabikarinn, er á leið í Meistaradeild.

Klukkan 19:00 mætir Manchester United liði Sheffield United á Old Trafford. United er svo gott sem búið að missa af Meistaradeildarsæti en það eru tvær leiðir fyrir liðið að komast í Evrópudeild. Annað hvort vinna bikarinn eða lenta í 5. eða 6. sæti deildarinnar. Það er tímaspursmál hvenær Sheffield United fellur niður um deild, en hvort liðið eigi eitthvað eftir á tankinum verður að koma í ljós.

Crystal Palace spilar við Newcastle United á sama tíma á meðan Everton tekur á móti Liverpool á Goodison Park. Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 74 stig, eins og topplið Arsenal, og ef liðið ætlar að vera með í titilbaráttunni er ekki í boði að tapa stigum.

Leikurinn er ekki síður mikilvægur fyrir Everton, sem er í 16. sæti, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Leikir dagsins:
18:45 Wolves - Bournemouth
19:00 Man Utd - Sheffield Utd
19:00 Crystal Palace - Newcastle
19:00 Everton - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner