Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 24. apríl 2024 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögn kveður Athletic Bilbao eftir 15 ár hjá félaginu
Spænska félagið Athletic Bilbao hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Iker Muniain sé að yfirgefa félagið í sumar.

Hann hefur spilað með aðalliði félagsins í 15 ár og er næst leikjahæsti leikmaður Athletic Bilbao frá upphafi eftir að hafa spilað þar 557 leiki.

Nýverið lyfti hann spænska konungsbikarnum með Bilbao og náði þar að upplifa stóran draum en þetta var fyrsti stóri bikar félagsins í 40 ár.

Það er óhætt að segja að Muniain muni kveðja á toppnum.

Það er óvíst hvað Muniain gerir næst en það er talið ólíklegt að þessi 31 árs gamli kantmaður muni spila áfram á Spáni.


Athugasemdir
banner
banner