Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. apríl 2024 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK kallar í markavél frá Ými (Staðfest)
Eiður Gauti vinstra megin og Arian Ari Morina hægra megin.
Eiður Gauti vinstra megin og Arian Ari Morina hægra megin.
Mynd: Ýmir
HK hefur fengið félagaskipti fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson frá venslafélaginu Ými. Eiður er 24 ára framherji sem raðað hefur inn mörkum fyrir Ými undanfarin ár.

Ýmir hefur leikið í 3. og 4. deild síðustu ár og í 60 deildarleikjm fyrir félagið hefur hann skorað 71 mark. Í vetur skoraði hann svoa 10 mörk í 6 leikjum með Ými í C-deild Lengjubikarsins en liðið er komið í úrslitaleik keppninnar.

Eiður Gauti er uppalinn í HK og lék alls tíu deildarleiki með liðinu í Lengjudeildinni á árunum 2016-18 og skoraði eitt mark.

HK er í botnsæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og næsti deildarleikur liðsins er gegn Vestra um helgina. Fyrst er þó bikarleikur gegn Þrótti sem fram fer í kvöld. Eiður fær þó ekki leikheimild fyrr en á morgun.

Komnir
George Nunn frá Englandi
Þorsteinn Aron Antonsson frá Val á láni
Eiður Gauti Sæbjörnsson frá Ými
Viktor Helgi Benediktsson frá Færeyjum

Farnir
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Anton Söjberg til Færeyja
Hassan Jalloh til Grindavíkur
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner