Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fim 24. apríl 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar að halda áfram hjá Como þrátt fyrir mikinn áhuga
Álex Valle verður í lykilhlutverki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánverjinn Cesc Fábregas hefur vakið áhuga toppliða úr ítalska boltanum eftir flottan árangur með Como í efstu deild þar í landi.

Fabrizio Romano greinir frá því að Fábregas hafi engan áhuga á að skipta um félag í sumar, hann vilji halda áfram með verkefnið sem er farið af stað hjá Como. Fábregas, sem er meðal eigenda félagsins, hefur staðið sig gríðarlega vel sem þjálfari liðsins.

Topplið úr ítalska boltanum hafa áhuga á Fábregas og þá reyndi RB Leipzig einnig að krækja í hann á dögunum, en án árangurs. Fábregas vill vera áfram í Como.

Hann er spenntur fyrir framtíð félagsins og hlakkar til félagaskiptagluggans í sumar. Þar mun Como til að mynda festa kaup á bakverðinum efnilega Álex Valle, sem hefur verið að gera flotta hluti fyrir liðið á láni frá Barcelona.

Valle, sem er 20 ára gamall, kostar ekki nema 6 milljónir evra. Hann varði fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Celtic í Skotlandi og stóð sig vel þar, en hann er landsliðsmaður í sterku U21 liði Spánverja.

Hann á 20 leiki að baki fyrir yngri landsliðin og er lykilmaður fyrir framtíðaráform Fábregas.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 34 10 13 11 38 39 -1 43
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 34 11 8 15 36 48 -12 41
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 34 8 9 17 35 49 -14 33
15 Parma 34 6 14 14 40 53 -13 32
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 34 4 13 17 27 48 -21 25
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner