Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Aftureldingu í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust við Malbikstöðina að Varmá. 

Víkingar vonuðust til þess að svara fyrir sig eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum um páskana en það svar þarf að bíða betri tíma.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þungt að tapa þessum leik." sagði Sölvi Geir Ottesen svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Ég vill bara byrja á því að óska Aftureldingu til hamingju með þennan sigur. Þeir voru mættir til leiks hérna til þess að berjast og gefa allt í þetta. Þeir voru rosalega öflugir í þessum leik,"

„Við gáfum þetta svolítið til þeirra. Við vorum mjög 'sloppy' og vorum sérstaklega í fyrri hálfleiknum bara ólíkir sjálfum okkur. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sóknum og vorum ekki að halda vel í boltann.  Ég er hrikalega ósáttur með frammistöðuna" 

„Við skulduðum okkur fyrir bikarleikinn, miklu betri frammistöðu. Hún kom ekki í dag. Þetta voru bara barnaleg mistök hjá okkur við markið þeirra. Þetta var bara mjög svekkjandi" 

Þrátt fyrir slaka frammistöður núna tvo leiki í röð vildi Sölvi ekki meina að það væri hægt að kenna einhverri þreytu um.

„Ég neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur. Orkustigið sem að við erum búnir að vera í fram að þessum síðustu tveimur leikjum hefur verið frábært og á æfingum. Það er eitthvað annað sem er að plaga okkur núna og við þurfum að skoða það dýpra hvað það er nákvæmlega, hvort það séu röng skilaboð frá mér til leikmanna eða hvað sem það er þá þurfum við að kíkja á það" sagði Sölvi Geir Ottesen.

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    FH 14 4 3 7 20 - 20 0 15
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner
banner