Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Aftureldingu í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust við Malbikstöðina að Varmá. 

Víkingar vonuðust til þess að svara fyrir sig eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum um páskana en það svar þarf að bíða betri tíma.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þungt að tapa þessum leik." sagði Sölvi Geir Ottesen svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Ég vill bara byrja á því að óska Aftureldingu til hamingju með þennan sigur. Þeir voru mættir til leiks hérna til þess að berjast og gefa allt í þetta. Þeir voru rosalega öflugir í þessum leik,"

„Við gáfum þetta svolítið til þeirra. Við vorum mjög 'sloppy' og vorum sérstaklega í fyrri hálfleiknum bara ólíkir sjálfum okkur. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sóknum og vorum ekki að halda vel í boltann.  Ég er hrikalega ósáttur með frammistöðuna" 

„Við skulduðum okkur fyrir bikarleikinn, miklu betri frammistöðu. Hún kom ekki í dag. Þetta voru bara barnaleg mistök hjá okkur við markið þeirra. Þetta var bara mjög svekkjandi" 

Þrátt fyrir slaka frammistöður núna tvo leiki í röð vildi Sölvi ekki meina að það væri hægt að kenna einhverri þreytu um.

„Ég neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur. Orkustigið sem að við erum búnir að vera í fram að þessum síðustu tveimur leikjum hefur verið frábært og á æfingum. Það er eitthvað annað sem er að plaga okkur núna og við þurfum að skoða það dýpra hvað það er nákvæmlega, hvort það séu röng skilaboð frá mér til leikmanna eða hvað sem það er þá þurfum við að kíkja á það" sagði Sölvi Geir Ottesen.

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner