Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 24. apríl 2025 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Aftureldingu í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust við Malbikstöðina að Varmá. 

Víkingar vonuðust til þess að svara fyrir sig eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum um páskana en það svar þarf að bíða betri tíma.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þungt að tapa þessum leik." sagði Sölvi Geir Ottesen svekktur eftir tapið í kvöld. 

„Ég vill bara byrja á því að óska Aftureldingu til hamingju með þennan sigur. Þeir voru mættir til leiks hérna til þess að berjast og gefa allt í þetta. Þeir voru rosalega öflugir í þessum leik,"

„Við gáfum þetta svolítið til þeirra. Við vorum mjög 'sloppy' og vorum sérstaklega í fyrri hálfleiknum bara ólíkir sjálfum okkur. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sóknum og vorum ekki að halda vel í boltann.  Ég er hrikalega ósáttur með frammistöðuna" 

„Við skulduðum okkur fyrir bikarleikinn, miklu betri frammistöðu. Hún kom ekki í dag. Þetta voru bara barnaleg mistök hjá okkur við markið þeirra. Þetta var bara mjög svekkjandi" 

Þrátt fyrir slaka frammistöður núna tvo leiki í röð vildi Sölvi ekki meina að það væri hægt að kenna einhverri þreytu um.

„Ég neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur. Orkustigið sem að við erum búnir að vera í fram að þessum síðustu tveimur leikjum hefur verið frábært og á æfingum. Það er eitthvað annað sem er að plaga okkur núna og við þurfum að skoða það dýpra hvað það er nákvæmlega, hvort það séu röng skilaboð frá mér til leikmanna eða hvað sem það er þá þurfum við að kíkja á það" sagði Sölvi Geir Ottesen.

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner