Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fim 24. apríl 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vinícius nálgast samkomulag við Real Madrid
Vinícius Júnior er af mörgum talinn vera einn af allra bestu fótboltamönnum heims í dag.
Vinícius Júnior er af mörgum talinn vera einn af allra bestu fótboltamönnum heims í dag.
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíski kantmaðurinn Vinícius Júnior er við það að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.

Aðilar hafa komist að samkomulagi varðandi flest atriði og eiga einungis eftir að klára að semja um síðustu smáatriðin áður en hægt er að skrifa undir.

Nýr samningur Vinícius mun gilda út leiktíðina 2028-29, með möguleika á eins árs framlengingu til 2030.

Vinícius er 24 ára gamall og rennur núverandi samningur hans við Real Madrid út eftir tvö ár.

Vinícius hefur í heildina komið að 187 mörkum í 311 leikjum með Real Madrid. Á síðustu þremur tímabilum hefur hann komið að 114 mörkum í 141 leik.
Athugasemdir
banner