Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aðeins níu prósent vilja halda Bale hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið fjallað um Gareth Bale upp á síðkastið og hefur hann meðal annars verið orðaður við Tottenham, Manchester United og Liverpool. Það virðist þó enginn vilja kantmanninn, sem er fokdýr, og hafnaði stór meirihluti stuðningsmanna Liverpool þeirri hugmynd að fá Bale til félagsins í 24 þúsund manna skoðanakönnun.

Spænski miðillinn AS ákvað að gera eins og Liverpool Echo og halda skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Real Madrid.

Niðurstöðurnar eru sláandi, en 91% stuðningsmanna vill sjá Bale fara burt á móti 9% sem vilja halda honum.

Bale verður þrítugur í júlí og hefur gert 102 mörk í 231 leik fyrir Real. Hann hefur gert afar mikilvæg mörk undanfarin ár og hefur til að mynda tvisvar gert sigurmark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn Real eru harðorðir gagnvart Bale og vekur það sérstaklega mikla reiði þar í landi að leikmaðurinn sé ekki buinn að læra spænsku eftir sex ár hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner