Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 16:27
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Þróttar: Framkomu Björgvins ber að taka alvarlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur sent yfirlýsingu vegna ummæla Björgvins Stefánssonar þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar.

Yfirlýsing vegna ummæla í lýsingu leiks Hauka og Þróttar

Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar fordæmir ummæli sem látin voru falla í gærkvöldi um leikmann Þróttar á HaukarTV í útsendingu á leik Hauka og Þróttar í Inkasso deild karla.

Framkoma annars lýsanda leiksins var með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.

Knattspyrna er leikur án fordóma og fyrirlitning, mismunun og niðurlæging á grundvelli kynþáttar, litarhátts og stöðu að öðru leyti á sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.

Málið hefur verið sett í réttan farveg innan KSÍ.

Þróttur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.

Þróttur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar innan KSÍ

Athugasemdir
banner