Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Tyrfings: Gæti tekið við rekstrinum eftir ferilinn
Ég byrjaði þó aðeins seinna í handboltanum en kom inn þar vegna vinahópsins því við vorum með sama lið í handbolta og fótbolta.
Ég byrjaði þó aðeins seinna í handboltanum en kom inn þar vegna vinahópsins því við vorum með sama lið í handbolta og fótbolta.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Það er alltaf hápunktur að vera valinn í landsliðin og fá að spila í treyjunni og hvað þá bera fyriliðabandið.
Það er alltaf hápunktur að vera valinn í landsliðin og fá að spila í treyjunni og hvað þá bera fyriliðabandið.
Mynd: Hulda Margrét
Ég reyni að pæla bara í því sem er að gerast núna og set ég mér markmið tengd náinni framtíð en auðvitað er metnaður og stefnan að spila úti í atvinnumennsku.
Ég reyni að pæla bara í því sem er að gerast núna og set ég mér markmið tengd náinni framtíð en auðvitað er metnaður og stefnan að spila úti í atvinnumennsku.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hópurinn er samt ekki hættur og munum við halda áfram veginn.
Hópurinn er samt ekki hættur og munum við halda áfram veginn.
Mynd: Hulda Margrét
Þau félög sáu mig á æfingum og í leikjum og buðu mér út og gekk vel eins og hjá Norwich, skoraði mark og lagði upp en félögin heyrðu þrátt fyrir það ekki í mér aftur.
Þau félög sáu mig á æfingum og í leikjum og buðu mér út og gekk vel eins og hjá Norwich, skoraði mark og lagði upp en félögin heyrðu þrátt fyrir það ekki í mér aftur.
Mynd: Selfoss Fótbolti
Ég missti af nokkrum leikjum með Selfoss síðasta sumar vegna landsliðs verkefna sem ég hefði viljað spila en landsliðið gengur fyrir.
Ég missti af nokkrum leikjum með Selfoss síðasta sumar vegna landsliðs verkefna sem ég hefði viljað spila en landsliðið gengur fyrir.
Mynd: Hulda Margrét
Dean Martin, sem hafði þjálfað mig í U15 landsliðinu, kom inn og kippti hann mér strax upp í meistaraflokkinn.
Dean Martin, sem hafði þjálfað mig í U15 landsliðinu, kom inn og kippti hann mér strax upp í meistaraflokkinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
... og hika ég ekki við það að stríða strákunum þegar það á við. Þannig ég held mikið upp á þennan meistara.
... og hika ég ekki við það að stríða strákunum þegar það á við. Þannig ég held mikið upp á þennan meistara.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Tyrfingsson vakti athygli fyrir frammistöðu sína með liði Selfoss í 2. deild í fyrra. Guðmundur kom inn í liðið undir lok tímabilsins 2018 og í fyrra var hann valinn leikmaður umferðarinnar í 16. umferð.

Gummi varð sautján ára fyrr á þessu ári en hann var þó kominn á lista hjá liðum erlendis fyrir þremur árum. Hann hefur þegar leikið sextán yngri landsliðsleiki. Fótbolti.net hafði samband við Gumma og spurði hann út í fyrstu skrefin, Selfoss, framtíðina og áhuga erlendis ásamt fleiru.

Félagsskapurinn spilaði stórt hlutverk
Gummi byrjaði í fótbolta fimm ára gamall og hefur því æft íþróttina í tólf ár. En af hverju prófaði hann að mæta á æfingu?

„Ég byrjaði fimm ára í fótbolta og hef ekki stoppað síðan. Það var enginn sérstök ástæða fyrir því að ég byrjaði, bara félagsskapurinn var ástæðan fyrir því að ég prófaði," sagði Gummi.

Gummi var einnig í handbolta á sínum yngri árum en voru aðrar íþróttir iðkaðar þegar hann var yngri?

„Ég prófaði fimleika líka en sem betur fer endaði ég ekki í því. Síðar, þegar ég var tíu ára, æfði ég parkour í eitt ár en hætti því áhuginn var orðinn lítill en þaðan tek ég með mér að ég lærði að hlaupa upp vegg og fleiri stökk sem munu pottþétt nýtast mér í fögnum í framtíðinni."

Hætti á toppnum í handboltanum
Gummi sagði frá því í 'Hinni hliðinni' að hann hefði orðið þrefaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari þegar hann æfði handbolta. Hvenær byrjaði hann, af hverju hætti hann og í hvaða stöðu spilaði hann í handboltanum?

„Ég byrjaði eins og í fótboltanum mjög snemma í handboltanum og vorum við með sterkan 2003 árgang og gekk vel. Ég byrjaði þó aðeins seinna í handboltanum en kom inn þar vegna vinahópsins því við vorum með sama lið í handbolta og fótbolta. Það hjálpaði mikið þegar við urðum eldri því við þekktum hvorn annan inn og út. Ég spilaði aðallega í vinstra horninu."

„Það var árið 2017 sem ég hætti og ákvað að einbeita mér að fótboltanum þar sem æfingar og leikir voru of þétt saman og farið að stangast á. En ég var beðinn ári seinna að mæta í bikarúrslitaleik 2018 í Laugardalshöll og kitlaði það mikið og ég skellti mér enda eini bikarinn sem ég átti eftir að vinna."

„Ég byrjaði auðvitað á bekknum en kom inn á eftir korter og spilaði restina af leiknum. Við sigldum þessum sigri heim og lagði ég þar endanlega skóna á hilluna svo ég get sagt að ég hætti á toppnum."


Risasigur Breiðabliks hindraði för Selfyssinga
Gummi var spurður hvað væri það eftirminnilegasta úr yngri flokkunum á Selfossi.

„Það var skemmtilegt að vinna Rey Cup í 4. flokki en sama ár vorum við markatölu frá því að fara í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn."

„Blikarnir unnu ÍBV 16-0 minnir mig og þurftum við því að vinna ÍBV 17-0 á þeirra heimavelli í síðasta leiknum sem heppnaðist ekki, Blikar unnu síðan úrslitaleikinn. Þetta situr enn í mér því ég var viss um að við hefðum unnið ef við hefðum komist í úrslitaleikinn."


Fjórtán ára farinn að vekja áhuga
Norwich sýndi Gumma áhuga árið 2017 og ári seinna fór
Gummi bæði til Brighton og Heerenveen. Hvernig kom til að þessi félög vissu af honum og hvernig gekk þegar hann heimsótti félögin?

„Áhugi Norwich kom út frá Rey Cup en þeir eru alltaf með lið í þeirri keppni. Einn þjálfari þeirra fylgdist með öllum leikjum og eftir mót var mér boðið að kíkja út sem gekk vel. Ég fékk boð um að koma aftur en viku seinna var tekið til í þjáfaramálum hjá félaginu og flestir reknir svo ekkert varð úr því."

„Ólafur Garðarsson, umboðsmaðurinn minn, kom mér svo á framfæri eftir landsleiki og úr varð heimsókn til Brighton og Heerenveen. Þau félög sáu mig á æfingum og í leikjum og buðu mér út og gekk vel eins og hjá Norwich, skoraði mark og lagði upp en félögin heyrðu þrátt fyrir það ekki í mér aftur."


Eru fleiri félög sem sýnt hafa áhuga?

„2019 fór ég út til Rangers tvisvar sinnum sem gekk líka vel og voru menn hjá félaginu áhugasamir og vildu fylgjast með mér áfram og sjá hvernig ég myndi þróast sem leikmaður. Ég var einnig í viku hjá Hibernian í Skotlandi eftir að þeir sáu mig spila í undankeppninni sem var í Skotlandi og fengu þeir mig strax eftir hana."

Hópurinn ekki hættur
Gummi var spurður út í yngri landsliðin, eru einhverjir hápunktar eða lágpunktar þar sem vert er að segja frá?

„Það er alltaf hápunktur að vera valinn í landsliðin og fá að spila í treyjunni og hvað þá bera fyriliðabandið. Það var svekkjandi að komast ekki áfram í milliriðla (í Skotlandi með U17) þar sem við spiluðum vel en við vorum í sterkum riðli og heppnaðist það því miður ekki. Hópurinn er samt ekki hættur og munum við halda áfram veginn."

Dean Martin færði Guðmund alfarið upp í meistaraflokk
Gummi kom inn í lið Selfoss undir lok tímabilsins 2017. Hann kom inn á gegn ÍA og lék allan leikinn gegn Njarðvík. Hvernig var að koma inn í lið Selfoss á þeim tíma?

„Hlutverk mitt var ekki stórt en ég spilaði einn æfingaleik á undirbúningstímabilinu sem var skemmtilegt og æfði eina og eina æfingu. Ég var ánægður með það enda á yngra ári í 3. flokki og gaman að vera lítill partur af liðinu."

„En svo urðu þjálfaraskipti og Dean Martin, sem hafði þjálfað mig í U15 landsliðinu, kom inn og kippti hann mér strax upp í meistaraflokkinn og æfði ég bara með honum út tímabilið. Ég fékk siðan mínútur í leik við ÍA á heimavelli sem voru í baráttu um titillinn og við um að falla ekki niður. Því miður endaði það með tapi og fall staðreynd sem var svekkjandi en ég var ánægður með mínuturnar og fekk svo 90 mínutur í siðasta leiknum sem var skemmtilegt."


„Svekk er orðið sem lýsir síðasta sumri"
Gummi skoraði tvö mörk í nítján leikjum síðasta sumar. Hvernig lítur hann til baka og hvernig voru viðbrögðin þegar ljóst var að Selfoss kæmist ekki upp í 1. deild?

„Svekk er orðið sem lýsir síðasta sumri því við vorum einu stigi frá þvi að fara upp og hugsar maður oft um suma leiki sem við hefðum átt að gera betur og ná í fleiri punkta í."

„Við tökum þó mikið með okkur úr sumrinu, enduðum mjög vel og náðum sjö sigurleikjum í röð undir lokin og spiluðum vel. Markmiðið var að fara beint upp og verður það sama í ár og erum við með reynslumeiri í ár og hef ég bullandi trú á liðinu að við förum upp í ár."

„Ég missti af nokkrum leikjum með Selfoss síðasta sumar vegna landsliðs verkefna sem ég hefði viljað spila en landsliðið gengur fyrir."


Klárlega markmið að fara upp úr sterkari deild
Það styttist í tímabilið og mun Selfoss leika fyrsta mótsleik sumarsins þegar Snæfell kemur í heimsókn í Mjólkurbikarnum. Hvaða markmið eru hann sjálfur og liðið með komandi inn í tímabilið?

„Markmiðin mín eru að bæta mig meira sem knattspyrnumann og gera betur en ég gerði í fyrra. Ég vil gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu upp og svo eru fleiri persónuleg markmið sem ég held fyrir sjálfan mig."

„Það er klárlega markmiðið hjá liðinu að fara upp um deild og að mínu mati er deildin sterkari en í fyrra, það komu góð lið niður sem líta vel út og einnig komu góð lið upp úr 3 deildinni. Þá eru liðin sem voru fyrir í deildinni góð og geta strítt manni hvenær sem er svo þetta verður ekki auðvelt. Mér list mjög vel á sumarið og er spenntur að geta loksins spilað fótbolta aftur og hlakka til fyrsta leiks."


Hugsar um núið en stefnir út í framtíðinni
Hver eru markmið Guðmunds upp á framtíðina að gera? Horfir hann í efstu deild á Íslandi eða atvinnumennsku?

„Ég reyni að pæla bara í því sem er að gerast núna og set ég mér markmið tengd náinni framtíð en auðvitað er metnaður og stefnan að spila úti í atvinnumennsku og mun það bara koma í ljós hvort maður taki Pepsi á undan eða ekki."

Jay Rodriguez duglegur að skora gegn vinunum
„Svo myndi ég taka Jay Rodriguez leikmann Burnley (með mér á eyðieyjuna), hef alltaf langað til að chilla með þeim meistara," sagði Gummi í 'Hinni hliðinni'. Er einhver ósögð saga með Jay Rodriguez sem leikur með Burnley?

„Þessi aðdáun byrjaði bara á síðasta ári með FIFA20 en ég var með hann í liðinu mínu þar. Hann er ekki sá besti í leiknum en hjá mér var hann að skora á móti öllum vinunum sem fannst það pirrandi."

„Svo er hann duglegur að skora flott mörk á móti stóru liðinum í úrvalsdeildinni og hika ég ekki við það að stríða strákunum þegar það á við. Þannig ég held mikið upp á þennan meistara."


Gæti tekið við rekstrinum eftir ferilinn
Að lokum að léttari nótum því Guðmundur Tyrfingsson er kunnuglegt nafn. Er einhver tenging við fyrirtækið Guðmund Tyrfingsson ehf? Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi stendur á heimasíðu fyrirtækisins.

„Það er bullandi tenging því ég er skírður í höfuðið á afa minum Guðmundi Tyrfingssyni sem stofnaði fyritækið fyrir 50 árum og er enn að 86 ára gamall."

„Ég hef unnið þar sumarstörf síðustu tvö ár - auðvitað til að læra af afa og pabba til að geta tekið við þessu eftir ferilinn,"
sagði Guðmundur að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner