Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. maí 2020 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Sorglegra en að dansa við systur sína
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánverja, finnst sorglegt að horfa á fótbolta fyrir luktum dyrum. Hann telur áhorfendaleysið draga úr skemmtanagildi leiksins.

Þýska deildin er farin af stað og er búist við að spænska deildin fari aftur af stað í júní.

„Þetta er mjög ljótt. Ég horfði á þýska boltann og það var sorglegt. Að spila án áhorfenda er sorglegra heldur en að dansa við systur sína," sagði Enrique í körfuboltaþættinum Colgados del Aro.

„Þó hluti skemmtanagildisins tapist þá er fótbolti frábær leið til að létta fólki tilveruna á þessum erfiðu tímum."

Luis Enrique, sem átti nýlega fimmtugsafmæli, hefur verið við stjórnvölinn hjá spænska landsliðinu í tæp tvö ár. Á leikmannaferlinum spilaði hann 62 landsleiki auk þess að spila hundruði leikja fyrir Real Madrid og Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner