Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 24. maí 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Augsburg skellti Schalke
Schalke 0 - 3 Augsburg
0-1 Eduard Lowen ('6)
0-2 Noah Sarenren Bazee ('76)
0-3 Sergio Cordova ('91)

David Wagner, fyrrum stjóri Huddersfield og núverandi þjálfari Schalke, fékk að heyra mikið af baulum er Schalke steinlá gegn Augsburg í dag. Alfreð Finnbogason var ekki í hópi hjá Augsburg vegna meiðsla.

Eduard Lowen kom Augsburg yfir snemma leiks með marki beint úr aukaspyrnu. Hann hitti knöttinn vel en hægt er að setja spurningarmerki við Markus Schubert á milli stanganna hjá Schalke, sem átti skelfilegan leik gegn Borussia Dortmund um síðustu helgi.

Heimamenn héldu boltanum vel innan liðsins en ógnuðu lítið. Bæði lið fengu færi en tókst ekki að skora fyrr en á 76. mínútu, þegar Noah Sarenren Bazee tvöfaldaði forystu Augsburg eftir slaka varnarvinnu Salif Sane og Jonjoe Kenny.

Heimamenn reyndu að blása til sóknar en sköpuðu litla hættu. Þriðja mark gestanna kom í uppbótartíma eftir slæm mistök í varnarleik Schalke. Sergio Cordova stal knettinum af Levent Mercan og hljóp framhjá markverðinum áður en hann skoraði í autt netið.

Þetta er níundi leikurinn í röð sem Schalke er án sigurs. Liðið er í sjötta sæti, tveimur stigum frá Wolfsburg í Evrópudeildarsæti.

Sigurinn kemur sér afar vel fyrir Augsburg sem er núna sjö stigum frá fallsvæðinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner