Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 24. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að við hefðum átt að fara inn með tveggja marka mun í hálfleik. Við fengum færi, mjög góð færi þar sem við vorum að spila okkur í gegnum þá. En það þarf að nýta færin en ég er hundsvekktur að tapa því mig langaði að fara langt í þessari keppni en hún er frá þetta árið.“
Sagði Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur um leikinn og hvort Grindavík hefði átt meira skilið eftir 2-1 tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Grindavík fékk sín bestu færi í fyrri hálfleik en sóknarlega dofnaði heldur yfir liðinu í þeim síðari og áttu heimamenn erfitt með að finna glufur á þéttri vörn Breiðhyltinga.

„Þeir þéttu náttúrlega bara vel. Þegar við jöfnum fara þeir beint í sókn, fá aukaspyrnu og 2-1 beint í kjammann á okkur og við eigum að gera miklu betur þar. Síðan fara þeir bara til baka í skotgrafirnar og gerðu vel. Við gerðum ekki vel og fáum síðan rautt spjald sem er alveg óþolandi.“

Umrætt rautt spjald fékk Thiago Dylan Ceijas þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Thiago sem einnig fékk rautt spjald í síðasta deildarleik lét reiði sína bitna á vatnsbrúsum Grindavíkurliðsins þegar hann gekk af velli Alfreð til lítillar ánægju sem fékk sjálfur rautt spjald þó saklaus hafi verið sjálfur fyrir vatnsbrúsaspark gegn Þór.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst.“
Athugasemdir
banner
banner