Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 24. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að við hefðum átt að fara inn með tveggja marka mun í hálfleik. Við fengum færi, mjög góð færi þar sem við vorum að spila okkur í gegnum þá. En það þarf að nýta færin en ég er hundsvekktur að tapa því mig langaði að fara langt í þessari keppni en hún er frá þetta árið.“
Sagði Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur um leikinn og hvort Grindavík hefði átt meira skilið eftir 2-1 tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Grindavík fékk sín bestu færi í fyrri hálfleik en sóknarlega dofnaði heldur yfir liðinu í þeim síðari og áttu heimamenn erfitt með að finna glufur á þéttri vörn Breiðhyltinga.

„Þeir þéttu náttúrlega bara vel. Þegar við jöfnum fara þeir beint í sókn, fá aukaspyrnu og 2-1 beint í kjammann á okkur og við eigum að gera miklu betur þar. Síðan fara þeir bara til baka í skotgrafirnar og gerðu vel. Við gerðum ekki vel og fáum síðan rautt spjald sem er alveg óþolandi.“

Umrætt rautt spjald fékk Thiago Dylan Ceijas þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Thiago sem einnig fékk rautt spjald í síðasta deildarleik lét reiði sína bitna á vatnsbrúsum Grindavíkurliðsins þegar hann gekk af velli Alfreð til lítillar ánægju sem fékk sjálfur rautt spjald þó saklaus hafi verið sjálfur fyrir vatnsbrúsaspark gegn Þór.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst.“
Athugasemdir
banner
banner