Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 24. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst að við hefðum átt að fara inn með tveggja marka mun í hálfleik. Við fengum færi, mjög góð færi þar sem við vorum að spila okkur í gegnum þá. En það þarf að nýta færin en ég er hundsvekktur að tapa því mig langaði að fara langt í þessari keppni en hún er frá þetta árið.“
Sagði Alfreð Elías Jóhansson þjálfari Grindavíkur um leikinn og hvort Grindavík hefði átt meira skilið eftir 2-1 tap gegn ÍR í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Grindavík fékk sín bestu færi í fyrri hálfleik en sóknarlega dofnaði heldur yfir liðinu í þeim síðari og áttu heimamenn erfitt með að finna glufur á þéttri vörn Breiðhyltinga.

„Þeir þéttu náttúrlega bara vel. Þegar við jöfnum fara þeir beint í sókn, fá aukaspyrnu og 2-1 beint í kjammann á okkur og við eigum að gera miklu betur þar. Síðan fara þeir bara til baka í skotgrafirnar og gerðu vel. Við gerðum ekki vel og fáum síðan rautt spjald sem er alveg óþolandi.“

Umrætt rautt spjald fékk Thiago Dylan Ceijas þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Thiago sem einnig fékk rautt spjald í síðasta deildarleik lét reiði sína bitna á vatnsbrúsum Grindavíkurliðsins þegar hann gekk af velli Alfreð til lítillar ánægju sem fékk sjálfur rautt spjald þó saklaus hafi verið sjálfur fyrir vatnsbrúsaspark gegn Þór.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst.“
Athugasemdir
banner
banner