Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. maí 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Maddison orðaður við Arsenal - Man Utd hyggst kaupa Ferguson á næsta ári
Powerade
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Evan Ferguson.
Ungstirnið Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: Getty Images
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í Powerade slúðurpakkann. Maddison, Rice, Gundogan, Alvarez, Kane, Kudus, Ronaldo, Slot og fleiri eru í pakkanum í dag.

Arsenal er tilbúið að selja allt að átta aðalliðsleikmenn í sumar. Miðjumennirnir James Maddison (26) hjá Leicester og Declan Rice (24) hjá West Ham eru meðal leikmanna sem félagið vill fá til sín. (Mirror)

Arsenal er tilbúið að bjóða Ilkay Gundogan (32) samning ef hann nær ekki samkomulagi við Manchester City um framlengingu. (ESPN)

Real Madrid hefur bætt skoska bakverðinum Andy Robertson (29) hjá Liverpool á lista yfir leikmenn sem gætu komið í stað Ferland Mendy (27). (Mail)

Roberto Firmino (31), framherji Liverpool og brasilíska landsliðsins, vill fara til Barcelona en Spánarmeistararnir eru taldir vera með Pierre-Emerick Aubameyang (33), sóknarmann Chelsea, á forgangslista hjá sér. (Sport)

Bayern München vill fá argentínska sóknarmanninn Julian Alvarez (23) frá Manchester City. (Bild)

Manchester United íhugar að fá inn tvo nýja sóknarmenn en félagið er ekki bjartsýnt á að geta náð samkomulagi við Tottenham um Harry Kane (29). (90min)

Manchester United setur stefnuna á að kaupa írska framherjann Evan Ferguson (18) frá Brighton í sumarglugganum 2024. (Sky Sports)

Ruben Neves (26), miðjumaður Wolves, hefur hafnað tilboði frá Arsenal þar sem hann bíður eftir því að Barcelona komi með tilboð. (Mundo Deportivo)

Mohammed Kudus (22) framherji Ajax hefur hafnað tilboði frá félaginu um nýjan samning. Kudus hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Newcastle og umboðsmaður hans telur tímabært að hann færi sig um set. (De Telegraaf)

Everton hyggst selja belgíska miðjumanninn Amadou Onana (21) fyrir 60 milljónir pinda til að fjármagna leikmannakaup sumarsins. (Football Insider)

Franski miðvörðurinn Jules Kounde (24) hefur sagt Barcelona að hann vilji yfirgefa félagið í sumar. Spænska félagið er bara tilbúið að skoða tilboð í kringum 70 milljónir punda. (Sport)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (38) vill þegar yfirgefa Al Nassr í Sádi-Arabíu og gæti reynt að snúa aftur til Evrópu. (Mundo Deportivo)

Juventus hefur ítrekað að serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (23) sé ekki til sölu. Stig hafa verið tekin af Juve og líðið verður væntanlega ekki í Meistaradeildinni. (90min)

Tyrkneska félagið Fenerbahce er að vinna baráttuna um belgíska sóknarmanninn Divock Origi (28) hjá AC Milan. Ítalska félagið vill selja leikmanninn, aðeins ári eftir að hann kom frá Liverpool. (Calciomercato)

Tottenham íhugar að bjóða Arne Slot, stjóra Feyenoord, stjórastarfið. (Guardian)

Slot verður stjóri Tottenham ef umoðsmaður hans nær samkomulagi við Feyenoord í dag um starfslok. (Mail)

Tottenham hefur lofað Slot að hann stýri leikmannakaupum ef hann tekur við liðinu. (Football Insider)

Launastrúktúr Newcastle mun líklega hindra félagið í að geta keypt mjög stór nöfn. (Telegraph)

Í lok vikunnar gæti Glazer fjölskyldan tilkynnt hvaða tilboði í Manchester United þeir hyggjast samþykkja. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner