Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland um helgina - Tapar Leverkusen öðrum úrslitaleiknum í röð?
Mynd: EPA

Úrslitaleikur þýska bikarsins fer fram um helgina þar sem spútník lið keppninnar, Kaiserslautern, mætir nánast óstöðvandi lið Leverkusen.


Leverkusen hefur átt ótrúlegt tímabil eins og flestir vita en liðið tapaði fyrsta leiknum sínum í öllum keppnum á dögunum þegar liðið tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Atalanta.

Kaiserslautern var aðeins átta stigum frá fallsæti í næst efstu deild en það er ekki spurt af því í bikarnum. Liðið sló út Saarbrucken í undanúrslitum en Saarbrucken leikur í þriðju efstu deild. Liðið sló meðal annars út Gladbach, Frankfurt og Bayern á leið sinni í undanúrslitin.

Leverkusen sló Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga í Dussledorf úr leik í undanúrslitunum.

laugardagur 25. maí
18:00 Kaiserslautern - Leverkusen


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner