Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham gæti gert tilboð í Hudson-Odoi
Mynd: EPA
Tottenham íhugar að gera tilboð í Callum Hudson-Odoi, vængmann Nottingham Forest.

Tottenham hefði getað keypt hann fyrir ári síðan en hafði ekki áhuga og keypti Brennan Johnson frá Forest á 47 milljónir punda. Forest fékk Hudson-Odoi á tilboðsverði, 3 milljónir punda.

Hudson-Odoi átti fínt tímabil með Forest og er nú kominn á óskalista Tottenham. Leikmaðurinn var eitt sinn vonarstjarnan úr akademíu Chelsea.

Það er ekkert launungarmál að Ange Postecoglou stjóri Tottenham vill styrkja möguleika sína í sóknarleiknum. Liðið mun taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa endað í fimmta sæti í deildinni.

Tottenham hefur ekki ákveðið hvort félagið nýti sér möguleika á að kaupa Timo Werner, sem kom á láni frá RB Leipzig í janúar, fyrir 15 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner