Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júní 2020 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfa hrósað í hástert fyrir innkomu sína hjá Everton
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í hálfleik í sigri Everton á Norwich í ensku úrvalsdeildinni.

Frá því að enska úrvalsdeildin byrjaði aftur hefur Gylfi byrjað báða leikina á bekknum, en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu - og það kannski skiljanlega.

Gylfa er hins vegar hrósað fyrir frammistöðu sína í seinni hálfleiknum á þessum miðvikudegi.

Hann fær bæði hrós frá stuðningsmönnum á samfélagsmiðlum, sem og í einkunnagjöf Liverpool Echo. Gylfi fær þar sjö í einkunn.

„Hafði mikil áhrif á miðsvæðinu eftir að hann kom inn á. Var yfirgefaður á boltann og hélt stöðu sinni vel varnarlega," segir í umsögn Liverpool Echo um Gylfa.

Hér að neðan má sjá brot af því sem sagt var um hann á samfélagsmiðlinum Twitter, en Gylfi hefur almennt ekki verið mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Everton frá því hann gekk í raðir félagsins.







Athugasemdir
banner
banner