Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill áhugi á varnarmanni Liverpool
Nathaniel Phillips.
Nathaniel Phillips.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá er Nathaniel Phillips, miðvörður Liverpool, eftirsóttur.

Fram kemur í grein á miðlinum að Brighton og Burnley séu á meðal félaga sem hafa áhuga á Phillips. Newcastle og Southampton hafa einnig spurst fyrir um hann.

Hinn 24 ára gamli Phillips var líklega í stærra hlutverki en hann bjóst við á síðustu leiktíð vegna meiðsla kollega sinna. Hann stóð sig heilt yfir nokkuð vel.

Núna eru leikmenn að koma aftur úr meiðslum og Liverpool er búið að kaupa miðvörðinn Ibrahima Konate. Það er því ólíklegt að Phillips verði í eins stóru hlutverki á næstu leiktíð.

Möguleiki er að Liverpool selji Phillips í sumar en leikmaðurinn sjálfur vill spila fótbolta frekar en að sitja á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner