Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. júní 2021 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rosalegar hlaupatölur Helga Þórs í gær - Yfir 16km
Helgi Þór
Helgi Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Þór Jónsson gat ekki hætt að hlaupa gegn Breiðabliki í gær. Keflavík vann 2-0 sigur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Helgi hljóp rúmlega 16km í leiknum þar af tæplega 1,7km á sprettinum.

Helgi hljóp 16 kílómetra og 355 metra í leiknum. Meðaltal Keflvíkinga var rétt tæplega 14 kílómetrar. Hann hljóp 1690 metra á sprettinum og meðaltalið var tæplega 930 metrar. Tölurnar eru birtar með samþykki Helga og Keflvíkinga.

Helgi skoraði fyrra mark Keflavíkur í framlengingunni þegar sjö mínútur voru eftir af henni.

„Það verður gaman að sjá hlaupatölurnar hjá Helga í þessum leik. Hann stóð sig frábærlega og setti hann. Allir í liðinu lögðu sig gríðarlega vel fram," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, í viðtali eftir leikinn í gær.

„Ætla að vera sammála Sigurði Ragnari Eyjólfssyni um að það væri gaman að sjá hlaupatölurnar hans Helga úr leiknum. Barðist eins og ljón á miðjunni allann leikinn og labbar sárfættur en sáttur af velli með mark og bikarsigur í farteskinu," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrsluna eftir leik. Sverrir valdi Helga næstbestan í leiknum.

Helgi var sjálfur í viðtali eftir leik: „Lappirnar voru farnar, þetta var bara hausinn að keyra áfram," sagði Helgi. Viðtölin má sjá hér að neðan.
Siggi Raggi: Gaman að sjá hlaupatölurnar hans Helga
Helgi Þór: Lappirnar voru farnar
Athugasemdir
banner
banner
banner