Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 24. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt orðaður við Chelsea - Er samt dýrari en Kounde
Chelsea er að leita sér að miðverði eftir að hafa misst bæði Andreas Christensen og Antonio Rudiger í sumar.

Jules Kounde hefur verið mikið orðaður við Chelsea en viðræður við félag hans, Sevilla, hafa gengið illa.

Matthijs de Ligt, varnarmaður Juventus, er einnig á óskalistanum að sögn Sky á Ítalíu en það verður líklega dýrara fyrir Lundúnafélagið að kaupa hann en Kounde.

De Ligt er með 120 milljón evra riftunarverð í samningi sínum hjá Juventus og mun ítalska félagið bara hlusta á tilboð sem fara nálægt þeirri upphæð.

De Ligt var magnaður hjá Ajax á sínum tíma og var hann fyrirliði liðsins - þrátt fyrir ungan aldur - þegar þeir fóru í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2018/19 tímabilið. Hann hefur ekki spilað eins vel og hann hefði viljað á Ítalíu, en er samt mikils metinn í fótboltaheiminum.

Kounde er með 80 milljón evra riftunarverð í samningi sínum hjá Sevilla og er spænska félagið að biðja um ekkert minna en þá upphæð þrátt fyrir að leikmaðurinn eigi bara tvö ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir
banner