Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 24. júní 2022 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frederik Schram í Val (Staðfest) - Semur út 2024
Frederik Schram
Frederik Schram
Mynd: Per Kjærbye
Valur og Lyngby hafa náð samkomulagi um félagsskipti Frederik Schram í Val.

Í vikunni sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, frá því að hann vonaðist eftir því að fá Frederik á láni út tímabilið en í tilkynningu Vals kemur fram að markvörðurinn skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2024.

Sjá einnig:
Staðfestir viðræður við Frederik Schram - „Guy getur ekki sparkað með vinstri"

Frederik er 27 ára og hefur leikið í dönsku úrvalsdeildinni og 1. deildinni á sínum ferli.

Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands og á að baki fimm A-landsleiki. Með því að smella hér má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Frederik eftir lokaleik tímabilsins hjá Lyngby í vor.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner