Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   sun 29. maí 2022 17:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilið erfitt en það endaði vel - „Lífið er frábært"
Frederik í leiknum í dag.
Frederik í leiknum í dag.
Mynd: Per Kjærbye
„Við unnum í dag, héldum hreinum og erum að fara upp í dönsku úrvalsdeildina. Það er frábært veður, stuðningsfólkið er frábært, lífið er frábært," sagði markvörðurinn Frederik Schram eftir 1-0 sigur Lyngby á Fredericia í dönsku B-deildinni í dag.

Lyngby tryggði sig upp í deild þeirra bestu í Danmörku um síðustu helgi og enduðu svo tímabilið með sigri á heimavelli á þessum sunnudegi.

Frederik er fæddur og uppalinn í Danmörku en á íslenska móður og kaus að spila fyrir íslenska landsliðið.

„Þetta tímabil var erfitt fyrir mig. Ég meiddist fjórum dögum áður en við áttum að byrja," segir Frederik en leikurinn í dag var eini deildarleikurinn sem hann spilaði á tímabilinu. Hann átti að byrja tímabilið í markinu en meiðsli komu í veg fyrir það og markvörðurinn sem kom inn gerði vel.

„Ég spilaði síðasta æfingaleikinn, við vorum að vinna 1-0 og ég varði víti. Ég hlakkaði til að spila... því miður eru meiðsli hluti af leiknum. Það sem er mikilvægast er að við erum að fara saman upp sem lið."

Hann segist ekki vita hvort hann verði áfram með Lyngby. „Ég hlakka til að fara í sumarfrí."

Frederik talaði íslensku í viðtalinu. „Hvað finnst þér? Stundum er erfitt að skilja allt. Ég skil fótboltatungumál. Ég tala við afa minn sem býr í Reykjavík, við tölum stundum í símann. Ég þarf að tala meiri íslensku og þá kemur þetta."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Frederik um íslenska landsliðið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner