Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 29. maí 2022 17:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilið erfitt en það endaði vel - „Lífið er frábært"
Frederik í leiknum í dag.
Frederik í leiknum í dag.
Mynd: Per Kjærbye
„Við unnum í dag, héldum hreinum og erum að fara upp í dönsku úrvalsdeildina. Það er frábært veður, stuðningsfólkið er frábært, lífið er frábært," sagði markvörðurinn Frederik Schram eftir 1-0 sigur Lyngby á Fredericia í dönsku B-deildinni í dag.

Lyngby tryggði sig upp í deild þeirra bestu í Danmörku um síðustu helgi og enduðu svo tímabilið með sigri á heimavelli á þessum sunnudegi.

Frederik er fæddur og uppalinn í Danmörku en á íslenska móður og kaus að spila fyrir íslenska landsliðið.

„Þetta tímabil var erfitt fyrir mig. Ég meiddist fjórum dögum áður en við áttum að byrja," segir Frederik en leikurinn í dag var eini deildarleikurinn sem hann spilaði á tímabilinu. Hann átti að byrja tímabilið í markinu en meiðsli komu í veg fyrir það og markvörðurinn sem kom inn gerði vel.

„Ég spilaði síðasta æfingaleikinn, við vorum að vinna 1-0 og ég varði víti. Ég hlakkaði til að spila... því miður eru meiðsli hluti af leiknum. Það sem er mikilvægast er að við erum að fara saman upp sem lið."

Hann segist ekki vita hvort hann verði áfram með Lyngby. „Ég hlakka til að fara í sumarfrí."

Frederik talaði íslensku í viðtalinu. „Hvað finnst þér? Stundum er erfitt að skilja allt. Ég skil fótboltatungumál. Ég tala við afa minn sem býr í Reykjavík, við tölum stundum í símann. Ég þarf að tala meiri íslensku og þá kemur þetta."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir Frederik um íslenska landsliðið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner