Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júlí 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Vildi ekki bara vera þekktur fyrir að falla
Kenan Turudija (Selfoss)
Kenan í leik með Selfossi. Hann ákvað að taka slaginn með liðinu í 2. deild í sumar.
Kenan í leik með Selfossi. Hann ákvað að taka slaginn með liðinu í 2. deild í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenan ætlar að hjálpa Selfossi að komast aftur upp.
Kenan ætlar að hjálpa Selfossi að komast aftur upp.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kenan Turudija, leikmaður Selfoss, er leikmaður 12. umferðar 2. deildar karla. Hann var maður leiksins í 3-1 sigri Selfoss gegn Fjarðabyggð. Sigurinn kom Selfyssingum á topp deildarinnar.

„Við fengum aukið sjálfstraust eftir sigur okkar gegn Kára og við fórum inn í leikinn gegn Fjarðabyggð til að vinna, eins og við gerum í öllum leikjum. Ég var viss um að þetta yrði erfiður leikur þar sem við höfðum aðeins náð í fjögur stig á útivelli fyrir þennan leik," segir Kenan við Fótbolta.net.

Kenan er 29 ára gamall og kemur frá Bosníu. Hann er einn af reyndari leikmönnum í heilt yfir ungu Selfoss-liði.

„Ég er meðvitaður um það að ég er einn af þeim með mestu reynsluna og ég reyni að gera hlutina sem ég er góður í. Þegar ég var yngri fékk ég mikinn stuðning frá eldri leikmönnum, núna reyni ég að hjálpa yngri leikmönnunum eins mikið og ég get."

Kenan kom fyrst til Íslands 2014 og gekk þá í raðir Sindra. Ári síðar hjálpaði hann Víkingi Ó. að komast upp úr Inkasso-deildinni og spilaði hann í tvö ár með Ólsurum í efstu deild. Fyrir síðustu leiktíð skipti hann yfir í Selfoss sem olli vonbrigðum í Inkasso-deildinni og féll niður í 2. deild. Kenan ákvað að taka slaginn áfram með Selfossi þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr Inkasso-deildinni.

„Eftir fallið í fyrra þá ræddi ég við formanninn og lofaði honum að ég ef ég myndi koma aftur til Íslands, þá myndi ég koma aftur í Selfoss. Ég vil ekki bara vera þekktur á Selfossi sem leikmaður sem kom hingað og féll með liðinu," segir Kenan sem verður samningslaus eftir tímabilið.

„Ég vil hjálpa Selfossi að komast aftur upp, en ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri næst."

Hann er næst markahæstur í deildinni með sjö mörk í 11 leikjum þrátt fyrir að spila á miðjunni.

„Það mikilvægasta fyrir mig er að Selfoss er á toppnum. Ég vil helst ljúka öllum aðgerðum mínum nálægt vítateignum, kannski er það ástæðan fyrir því að ég hef skorað svona mikið."

„Ég er ánægður með það að við erum á toppnum. Ég er sáttur með mína frammistöðu en ég get alltaf gert betur og mun reyna að gera betur það sem eftir er á tímabilinu."

Um framhaldið segir Kenan: „Við tökum leik fyrir leik, en Selfoss á klárlega að spila ofar en í 2. deild. Við erum með gott lið, góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og ég vona það að við náum okkar markmiðum og komumst upp."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner