Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   sun 24. júlí 2022 14:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool hafnaði tilboði Juventus í Firmino

Liverpool hafnaði 19 milljón punda tilboði Juventus í brasilíska framherjann Roberto Firmino en þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum í dag.


Juventus hefur þó ekki gefist upp og undir býr nú annað tilboð.

Firmino hefur verið lykilmaður í sterku liði Liverpool síðustu ár en hann var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og átti erfitt með að vinna sér sæti í liðinu. Hann lék aðeins 35 af 63 leikjum liðsins.

Liverpool keypti Diogo Jota fyrir tveimur árum og Darwin Nunez nú í sumar svo samkeppnin um fremstu stöðuna er orðin mjög hörð í liðinu.

Firmino gekk til liðs við enska félagið frá Hoffenheim sumarið 2015.


Athugasemdir
banner