Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 24. júlí 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá síðustu daga og við erum bara klárir í þetta," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvellinum.

Víkingar féllu úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Aron náði ekki að beita sér mikið í því einvígi vegna meiðsla.

„Þetta var gríðarlegt svekkelsi auðvitað. Við áttum að gera betur, en það er lítið hægt að gera í því núna. Við áttum að vinna þetta fannst mér, en við vorum klaufar. Svona er þetta bara í Evrópu, ef þú ert ekki 'on', þá verður þér refsað," segir Aron en hann er allur að koma til eftir meiðslin.

„Ég er allur að koma til og vonandi bætast mínúturnar með hverjum leiknum. Ég er klár en svo er það bara undir Arnari (Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings) hvað hann gerir."

Við erum enn með þetta í okkar höndum
Það eru alveg góðir möguleikar fyrir Víkinga þó þeir hafi dottið úr leik við fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum enn með þetta í okkar höndum. Við erum ekkert byrjaðir að spá í því hvað við fáum ef við vinnum Albanina. Það er ekki góð hugsun, að hugsa lengra en bara næsta leik. Við þurfum að vera mættir á morgun og klára þetta einvígi. Við erum enn á toppnum í deildinni, komnir í bikarúrslit og með þetta í okkar höndum í Evrópu. Ég held að þetta geti ekki verið eitthvað mikið betra en það," sagði Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner