Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 24. júlí 2024 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá síðustu daga og við erum bara klárir í þetta," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Víkingur fyrri leik sinn gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvellinum.

Víkingar féllu úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum gegn Shamrock Rovers frá Írlandi. Aron náði ekki að beita sér mikið í því einvígi vegna meiðsla.

„Þetta var gríðarlegt svekkelsi auðvitað. Við áttum að gera betur, en það er lítið hægt að gera í því núna. Við áttum að vinna þetta fannst mér, en við vorum klaufar. Svona er þetta bara í Evrópu, ef þú ert ekki 'on', þá verður þér refsað," segir Aron en hann er allur að koma til eftir meiðslin.

„Ég er allur að koma til og vonandi bætast mínúturnar með hverjum leiknum. Ég er klár en svo er það bara undir Arnari (Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings) hvað hann gerir."

Við erum enn með þetta í okkar höndum
Það eru alveg góðir möguleikar fyrir Víkinga þó þeir hafi dottið úr leik við fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við erum enn með þetta í okkar höndum. Við erum ekkert byrjaðir að spá í því hvað við fáum ef við vinnum Albanina. Það er ekki góð hugsun, að hugsa lengra en bara næsta leik. Við þurfum að vera mættir á morgun og klára þetta einvígi. Við erum enn á toppnum í deildinni, komnir í bikarúrslit og með þetta í okkar höndum í Evrópu. Ég held að þetta geti ekki verið eitthvað mikið betra en það," sagði Aron en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir