Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Grótta í dauðafæri að komast upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta er í dauðafæri á að komast upp í Inkasso-deild kvenna eftir 3-1 sigur gegn Hömrunum í dag. Seltirningar þurfa sigur á heimavelli gegn Álftanesi í lokaumferðinni til að tryggja sig upp.

Taciana Da Silva Souza gerði tvennu fyrir Gróttu í leiknum og innsiglaði Diljá Mjöll Aronsdóttir sigurinn undir lokin. Andrea Dögg Kjartansdóttir gerði eina mark gestanna.

Grótta fór upp í 2. sæti 2. deildar með sigrinum, uppfyrir Sindra sem tapaði fyrir Völsungi.

Grótta 3 - 1 Hamrarnir
1-0 Taciana Da Silva Souza ('12)
1-1 Andrea Dögg Kjartansdóttir ('25)
2-1 Taciana Da Silva Souza ('65)
3-1 Diljá Mjöll Aronsdóttir ('84)

Harpa Ásgeirsdóttir kom Völsungi yfir á Höfn og tvöfaldaði Krista Eik Harðardóttir forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Marta Sóley Sigmarsdóttir og Hildur Anna Brynjarsdóttir gerðu út um leikinn og innsigluðu öruggan sigur Húsvíkinga.

Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir gerði eina mark heimamanna sem dugði ekki til. Sigur hefði fleytt liðinu uppfyrir Gróttu.

Völsungur var búinn að vinna deildina fyrir leiki dagsins.

Sindri 1 - 4 Völsungur
0-1 Harpa Ásgeirsdóttir ('45)
0-2 Krista Eik Harðardóttir ('59)
0-3 Marta Sóley Sigmarsdóttir ('79)
0-4 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('82)
1-4 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('86)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner