Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 24. ágúst 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Icardi fær sjöuna hjá Inter
Allt útlit er fyrir að argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi verði áfram hjá Inter þrátt fyrir ósætti við félagið.

Icard var fyrirliði Inter þar til í vor þegar Luciano Spalletti tók bandið af honum. Sóknarmaðurinn brást illa við og neitaði að ferðast með liðinu til að keppa í Evrópudeildinni.

Mikil rifrildi spruttu upp í kjölfarið en Icardi fékk þó að spila síðustu níu deildarleiki tímabilsins. Antonio Conte tók við í sumar og sendi strax skýr skilaboð um að Icardi mætti finna sér annað félag. Sóknarmaðurinn hefur ekki tekið þátt í neinum leik á undirbúningstímabilinu og hefur ekki verið að æfa með restinni af hópnum.

Hann hefur þó hafnað öllum félagaskiptaboðum í sumar og mögulegt að honum takist að vinna sig aftur inn í liðið. Það sem ýtir undir þennan orðróm er að Inter tilkynnti treyjunúmer leikmanna á dögunum og valdi Icardi sjöuna.

Hann hefur verið númer 9 frá komu sinni til Inter en Romelu Lukaku fékk níuna þegar hann var keyptur í sumar.

Yann Karamoh var númer 7 á síðustu leiktíð en hann er hjá Parma að láni.
Athugasemdir