lau 24. ágúst 2019 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford og Pogba urðu fyrir kynþáttaníði
Mynd: Getty Images
Paul Pogba og Marcus Rashford urðu fyrir kynþáttaníði eftir 1-2 tap Manchester United gegn Crystal Palace í dag.

Rashford brenndi af vítaspyrnu í tapinu á meðan Pogba gerði slæm mistök sem leiddu til sigurmarks Palace.

Kynþáttaníðið fór fram, eins og svo oft áður, undir nafnleynd á Twitter. Ole Gunnar Solskjær var ekki ánægður þegar hann frétti þetta eftir leikinn.

„Við töluðum um þetta fyrir helgi. Þessu verður að linna. Ég á ekki til orð, við höldum áfram að berjast gegn þessu en þeir halda áfram að fela sig bakvið gerviaðganga," sagði Solskjær á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Það er bara geðsjúkt að við þurfum að vera að ræða þetta árið 2019."
Athugasemdir
banner
banner
banner