Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. ágúst 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bruce hakkaði Chopra í sig: Hver er þetta?
Newcastle tapaði fyrstu tveimur deildarleikjunum undir Steve Bruce.
Newcastle tapaði fyrstu tveimur deildarleikjunum undir Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce tók við Newcastle eftir að Rafael Benitez ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið.

Newcastle hefur byrjað tímabilið illa undir stjórn Bruce og hefur hann verið gagnrýndur af knattspyrnusérfræðingum í sjónvarpi og stuðningsmönnum félagsins.

Michael Chopra, sóknarmaðurinn fyrrverandi sem skoraði 3 mörk í 31 leik fyrir Newcastle fyrir 15 árum, var meðal gagnrýnendanna.

Chopra sagði fyrr í vikunni að nokkrir af núverandi leikmönnum Newcastle hefðu talað við sig og sagt sér að það ríki algjör ringulreið innan liðsins. Leikmenn skilji ekki hvaða hlutverk þjálfarinn vill að þeir leysi.

Bruce svaraði þessum ummælum fullum hálsi og ásakaði Chopra um lygar og rógburð.

„Ég tek ekki mark á einhverjum sem skoraði 1 mark í 20 deildarleikjum hérna. Ég tek frekar mark á einhverjum með meiri trúverðugleika, þetta sem hann sagði eru helberar lygar. Það olli mér vonbrigðum," sagði Bruce.

„Ég bjóst ekki við því að neinn myndi taka mark á honum. Hver er þetta? Þetta eru ekkert nema lygar og við vitum öll hvers vegna honum var hleypt í útvarpið. Ef þetta væri Alan Shearer væri þetta annað mál. Ég er bara hissa að einhver taki mark á þessum manni."

Chopra lék í enska boltanum í fjórtán ár og gerði 9 mörk í 60 úrvalsdeildarleikjum. Hann var þó iðinn við markaskorun í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner