Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   lau 24. september 2016 16:28
Sævar Ólafsson
Kristján Guðmunds: Samstarfi okkar er lokið
Samstarfi Leiknis og Kristjáns er lokið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Guðmundsson þjálfari Leiknis var heilt yfir sáttur með spilamennsku Leiknismanna í lokaleik liðsins í Inkasso deildinni þetta árið. Leiknisliðið gerði markalaust jafntefli við Keflvíkinga á Leiknisvelli.
"Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í þessum leik og vorum ofan á í þessu öllu saman og bjuggum til þau opnu færi sem voru í leiknum - við áttum að vinna hann auðveldlega"

"Við réðum vel við fyrirgjafnir frá þeim - vorum að skalla þetta frá eða þá að Eyjó var að taka þetta"

Aðspurður um mögulega vítaspyrnu þegar sóknarmaðurinn Ólafur Hrannar féll innan teigs í síðari hálfleiknum

"Já við eigum að fá víti þar í upphafi síðari hálfleiksins þegar Óli er tekinn niður og við eigum líka að fá víti þegar það er farið í bakið á Sindra þegar hann er að skalla í markið"

"Þetta eru tveir dómar sem eiga að falla þannig að dæmd sé vítaspyrna - við erum alveg 100% á því" svaraði Kristján

Leiknisliðið fann sig í baráttu um sæti í Pepsi deildinni eftir fyrri umferðina þar sem liðið safnaði 23 stigum. Uppskeran í síðari umferðinni hefur hinsvegar verið afar dræm og með úrslitum dagsins aðeins 6 stig af 33.

"Maður er að reyna að greina þetta - við byrjum mótið vel...svo koma tveir leikir þar sem frammistaðan er slök í deildinni og bikar og við látum það fara afskaplega mikið í taugarnar á okkur og eigum erfitt með að rétta okkur við"

"En við réttum okkur við - við gerðum það þá - fórum á fætur og náum stigi í fimm leikjum í röð, unnum fjóra í röð og þá virtist þetta vera komið í gang aftur"

"En svo töpum við leik og það er eins og við hugsum svo ofboðslega mikið um það að þarna fari draumurinn um Pepsideildina"

"Mig grunar að við höfum hugsað allt og mikið um það og svo þegar við sjáum að þetta er að fjarlægjast meira og meira í seinni umferðinni að þá kemur þessi pínu uppgjöf - þótt við viljum að sjálfsögðu ekki viðurkenna það en þá kemur upp þessi hugsun að við séum að missa af þessu að komast aftur upp"

"Yfirburðir í þessum leik og við skorum ekki - það er líka saga sumarsins - við erum með 21 mark í 22 leikjum sem er langt í frá að vera nógu gott og þar liggur munurinn"


Margir óvissuþættir svífa yfir Íþróttafélaginu Leikni eftir vonbrigðatímabil í Inkassodeildinni í ár en verður áframhald á samstarfi Kristjáns og Leiknis?

"Samningurinn okkar rennur út núna í næstu viku og við tókum léttan spjallfund með stjórn og niðurstaðan er sú að við munum ekki endurnýja samninginn"

"Núna er samstarfi okkar lokið og það kemur alltaf eitthvað upp" bætti hann við aðspurður um næstu skref

En gengur Kristján sáttur frá borði?

"Að mörgu leyti - það er gaman að kynnast klúbbnum, kynnast félaginu og kynnast fólkinu í félaginu og kynnast fleiri leikmönnum en varðandi stigasöfnun þá er svarið nei"

"Ég hefði viljað vera hærra í töflunni - það er engin spurning og vera lengur í efri hlutanum ef við horfum á það en það hefur verið yndilslegt að kynnast nýju fólki"
Athugasemdir
banner