Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   lau 24. september 2016 16:28
Sævar Ólafsson
Kristján Guðmunds: Samstarfi okkar er lokið
Samstarfi Leiknis og Kristjáns er lokið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Guðmundsson þjálfari Leiknis var heilt yfir sáttur með spilamennsku Leiknismanna í lokaleik liðsins í Inkasso deildinni þetta árið. Leiknisliðið gerði markalaust jafntefli við Keflvíkinga á Leiknisvelli.
"Mér fannst við hafa ákveðna yfirburði í þessum leik og vorum ofan á í þessu öllu saman og bjuggum til þau opnu færi sem voru í leiknum - við áttum að vinna hann auðveldlega"

"Við réðum vel við fyrirgjafnir frá þeim - vorum að skalla þetta frá eða þá að Eyjó var að taka þetta"

Aðspurður um mögulega vítaspyrnu þegar sóknarmaðurinn Ólafur Hrannar féll innan teigs í síðari hálfleiknum

"Já við eigum að fá víti þar í upphafi síðari hálfleiksins þegar Óli er tekinn niður og við eigum líka að fá víti þegar það er farið í bakið á Sindra þegar hann er að skalla í markið"

"Þetta eru tveir dómar sem eiga að falla þannig að dæmd sé vítaspyrna - við erum alveg 100% á því" svaraði Kristján

Leiknisliðið fann sig í baráttu um sæti í Pepsi deildinni eftir fyrri umferðina þar sem liðið safnaði 23 stigum. Uppskeran í síðari umferðinni hefur hinsvegar verið afar dræm og með úrslitum dagsins aðeins 6 stig af 33.

"Maður er að reyna að greina þetta - við byrjum mótið vel...svo koma tveir leikir þar sem frammistaðan er slök í deildinni og bikar og við látum það fara afskaplega mikið í taugarnar á okkur og eigum erfitt með að rétta okkur við"

"En við réttum okkur við - við gerðum það þá - fórum á fætur og náum stigi í fimm leikjum í röð, unnum fjóra í röð og þá virtist þetta vera komið í gang aftur"

"En svo töpum við leik og það er eins og við hugsum svo ofboðslega mikið um það að þarna fari draumurinn um Pepsideildina"

"Mig grunar að við höfum hugsað allt og mikið um það og svo þegar við sjáum að þetta er að fjarlægjast meira og meira í seinni umferðinni að þá kemur þessi pínu uppgjöf - þótt við viljum að sjálfsögðu ekki viðurkenna það en þá kemur upp þessi hugsun að við séum að missa af þessu að komast aftur upp"

"Yfirburðir í þessum leik og við skorum ekki - það er líka saga sumarsins - við erum með 21 mark í 22 leikjum sem er langt í frá að vera nógu gott og þar liggur munurinn"


Margir óvissuþættir svífa yfir Íþróttafélaginu Leikni eftir vonbrigðatímabil í Inkassodeildinni í ár en verður áframhald á samstarfi Kristjáns og Leiknis?

"Samningurinn okkar rennur út núna í næstu viku og við tókum léttan spjallfund með stjórn og niðurstaðan er sú að við munum ekki endurnýja samninginn"

"Núna er samstarfi okkar lokið og það kemur alltaf eitthvað upp" bætti hann við aðspurður um næstu skref

En gengur Kristján sáttur frá borði?

"Að mörgu leyti - það er gaman að kynnast klúbbnum, kynnast félaginu og kynnast fólkinu í félaginu og kynnast fleiri leikmönnum en varðandi stigasöfnun þá er svarið nei"

"Ég hefði viljað vera hærra í töflunni - það er engin spurning og vera lengur í efri hlutanum ef við horfum á það en það hefur verið yndilslegt að kynnast nýju fólki"
Athugasemdir
banner
banner