Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2022 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tebas og Khelaifi í orðaskaki: Ef PSG lendir í þessu nægir að skrúfa frá gasinu
Mynd: Getty Images

Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG, og Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hafa átt í orðaskiptum í fjölmiðlum undanfarna daga.


Al-Khelaifi talaði um spænsku deildina og þann 'brandara' að Barcelona fengi að taka þátt þrátt fyrir að vera skuldsett uppfyrir haus.

Hann talaði um að stjórnendur Barcelona hlytu að kunna að galdra miðað við sumarið sem félagið átti á leikmannamarkaðinum. Al-Khelaifi er ekki sáttur með að PSG þurfi að virða fjármálareglur á meðan Börsungar virðast gera það sem þeim sýnist.

Tebas svaraði ummælum Al-Khelaifi og útskýrði fyrir honum muninn á fjármálum Barcelona og PSG í stuttu máli.

„Það eru engir galdrar, Barcelona seldi hluta af eigum sínum til að bæta upp fyrir tapið. Ef þetta myndi koma fyrir hjá PSG þá nægir að skrúfa aðeins frá gasleiðslunum til að redda málunum," skrifaði Tebas á Twitter og hélt svo áfram.

„Til að fótboltaheimurinn sé sjálfbær þá verða félög að nota pening sem þau skapa sér sjálf til að fjárfesta, EKKI SATT?"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner