Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   sun 24. september 2023 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Þurfum að finna leið til að halda sama orkustigi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

David Moyes var sáttur með frammistöðu lærisveina sinna í West Ham United þrátt fyrir 3-1 tap á útivelli gegn Liverpool í dag.


Hamrarnir lentu undir í fyrri hálfleik en náðu að jafna og var staðan 1-1 þar til í síðari hálfleik, þegar heimamenn á Anfield gerðu út um leikinn með tveimur mörkum og unnu verðskuldaðan sigur.

„Við stóðum okkur vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki alveg nógu góður, þriðja markið drap þetta. Við vorum ennþá inni í leiknum í stöðunni 2-1 og spiluðum jákvæðan fótbolta," sagði Moyes sem á enn eftir að vinna eitt af 'topp 6' liðum enska boltans á útivelli við stjórnvölinn hjá West Ham. „Við spiluðum vel í dag en ég er þreyttur á að segja þetta eftir hver einasta útileik hérna."

West Ham er með tíu stig eftir sex umferðir en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap gegn Englandsmeisturum Manchester City í síðustu umferð.

„Við höfum farið mjög vel af stað á tímabilinu og erum búnir að mæta erfiðum andstæðingum. Síðustu leikir hafa verið gegn tveimur af bestu liðum Englands og við veittum þeim góða samkeppni. Við þurfum að finna leið til að halda sama orkustigi fyrir og eftir leikhlé, við töpuðum báðum þessum leikjum í seinni hálfleik."

Hamrarnir eiga næst leik við Lincoln City FC í enska deildabikarnum en svo taka þeir á móti Sheffield United í úrvalsdeildinni og heimsækja Freiburg í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner