Enginn Englendingur hefur komið að fleiri mörkum í Meistaradeildinni en Harry Kane. Hann bætti metið með tveimur mörkum sínum fyrir Bayern München í 3-1 sigrinum á Chelsea í gær.
Kane, sem er 32 ára gamall, hefur verið í banastuði í byrjun leiktíðar og eru mörkin nú orðin tíu síðan það hófst.
Mörk hans í gær komu honum í hóp með Cristiano Ronaldo og Neymar, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að hafa skorað tuttugu mörk eða meira með tveimur félögum í Meistaradeildinni.
Um leið náði hann stóru afreki en enginn Englendingur hefur nú komið að fleiri mörkum en hann.
Annað markið var 53. markið sem hann kemur að í keppninni og hefur hann nú tekið fram úr David Beckham sem kom að 52 mörkum með Manchester United, AC Milan, Real Madrid og Paris Saint-Germain.
Athugasemdir