
„Maður vildi fá þrjú stig úr þessum leik en við tökum þetta eina stig,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafnteflið gegn Tékkum í undankeppni HM.
Lestu um leikinn: Tékkland 1 - 1 Ísland
„Þetta var hörkuleikur. Þetta var mjög physical og þær eru með hörkulið. Mér fannst við ekki alveg mættar til leiks í byrjun í sambandi við návígin og fyrsta og annan bolta. Það er eitthvað sem við eigum að vera sterkar í og eigum að geta gert betur í.“
Ísland skapaði oft á tíðum hættu í vítateig Tékkanna eftir löng innköst Sifjar Atladóttur. Sara Björk vann yfirleitt fyrsta bolta en illa gekk að vinna þann seinni.
„Innköstin hjá okkur eru hættuleg og þetta féll bara ekki með okkur. Boltinn var laus inní teig en einhvern veginn náðu þær tékknesku boltanum alltaf í burtu. En þetta er hættulegt og við munum halda áfram að gera þetta,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem vonast til að Ísland geti tekið það góða út úr þessari erfiðu útileikjarimmu og nýtt sér í næstu leiki undankeppninnar.
„Við eigum Slóveníu og Færeyjar úti á næsta ári. Vonandi getum við tekið það jákvæða úr þessum leikjum og nýtt okkur fyrir næsta ár.“
Nánar er rætt við Söru Björk í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir